Entries by hannakata

Haustferð JÖRFÍ

Haustferð Jörfí verður að þessu sinni farin í Nauthaga. Slegist verður í för með Leifi Jónssyni lækni og jöklafara og félögum inn að Hofsjökli til sporðamælinga fyrstu helgi októbermánaðar. Lagt verður af stað föstudagsmorguninn 3.október og haldið tilbaka á sunnudagseftirmiðdegi. Hafst verður við í tjöldum fyrri nóttina og líklega gist í góðum fjallaskála á laugardagskvöld […]

Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin laugardaginn 8. nóvember næstkomandi. Gleðin hefst kl. 17.30, nánara fyrirkomulag auglýst á haustfundi þann 21. október. Takið dagana frá!

Jaxlar fjölmenntu í Kerlingarfjöll

Sumarferð JÖRFÍ var farin helgina 27. – 29. júní. Þátttaka var gríðargóð, rúmlega fimmtíu manns. Mikið var af nýjum andlitum og kunnuglegri á öllum aldri, yngsti skráði þátttakandi var tæplega þriggja mánaða. Kári var í jötunmóð allt frá lendingu til brottfarar, en JÖRFÍ-jaxlarnir létu það hvergi á sig fá. Á laugardegi var land lagt undir […]

Vorferð JÖRFÍ 30. maí – 7. júní

Vorferðin er með viðameiri rannsóknarleiðöngrum sem farnir eru hér á landi. Í henni er m.a. kannað ástand eldstöðva, jarðhitasvæða og jökullóna í Vatnajökli og afkoma vetrarins mæld. Vorferðin nú var með fjölmennara móti. Sú nýbreytni var að litlir hópar dvöldu við rannsóknir í Kverkfjöllum og á Goðahnjúkum auk meginhópsins sem hélt til á Grímsfjalli. Ferðin […]

Afkomumælingar á Mýrdalsjökli

Nálgast nú hin árlega ferð unglingadeildarinnar á Mýrdalsjökul. Í fyrra fór vaskur hópur á vegum deildarinnar og boraði af mikilli list allt niður á 12 metra dýpi. Að þessu sinni er stefnan sett á dagsferð aðra helgina í maí. Ferðin er kjörinn vettvangur til að kynnast starfsemi JÖRFÍ og nýir félagar og verðandi því boðnir […]