Entries by hannakata

Vorfundur JÖRFÍ

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28.apríl 2009 kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins: Himalayajöklar í hlýnandi loftslagi – Þorsteinn Þorsteinsson Myndasýning: Skálabyggingar Jöklarannsóknafélagsins – Pétur Þorleifsson

Nöfn íslenskra jökla

Út er komin bókin Geographic Names of Iceland´s Glaciers: Historic and modern. Höfundar verksins eru Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. og er það gefið út af bandarísku jarðfræðistofnuninni (U.S. Geological Survey).   Á aðalfundi félagsins í febrúar sl. var félögum fært eintak af bókinni. Þá sýndi Oddur Sigurðsson flugmyndir af jöklum og fjallaði um nöfn […]

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 24. febrúar kl:20:00 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Að loknum aðalfundarstörfum mun Oddur Sigurðsson sýna flugmyndir af ýmsum jöklum hér á landi og ræða um nöfn þeirra, en nýlega kom út bók í Bandríkjunum um nöfn íslenskra jökla. Oddur er annar tveggja höfunda bókarinnar.

Haustfundur JÖRFÍ 2008

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn 21.október næstkomandi klukkan 20:00 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Erindi: „Grímsvatnagosið 2004: Gjóska, útbreiðsla og upphleðsla í Grímsvötnum.“ Björn Oddsson. Myndasýning: Breytingar á Grímsvötnum á undanförnum árum. Magnús Tumi Guðmundsson.

Haustannir á Grímsfjalli

Síðustu viku septembermánaðar dvöldust fimm vísindamenn frá Edinborgarháskóla á Grímsfjalli. Tilgangurinn var að æfa notkun radartækja sem lesa ís og öskulög í jökli sem og jökulbotn og hugsanlega ísbráð neðanfrá. Hlynar tveir, félagar í JÖRFÍ voru fylgdar og aðstoðarmenn Edinborgara á tveimur bílum, Jöklarauð JÖRFÍ og jeppa Hlyns Snæland. Í upphafi leiðangurs olli flughálka á […]