Entries by hannakata

Haustfundur JÖRFÍ 20. október í Öskju

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn 20.október 2009 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands klukkan 20:00. Erindi: “Áhrif vatns á hreyfingu jökla rannsökuð með gervitunglum.” Eyjólfur Magnússon Myndasýning: Brynjar Gunnarsson sýnir ljósmyndir úr vorferð 2008. Nánar er fjallað um haustfundinn og fleira tengt starfsemi JÖRFÍ undanfarið í fréttabréfi sem nýverið kom út og má nálgast hér.

Vinnuferð í Jökulheima 11. – 13. september

Hin árlega 13. septemberferð Jöklarannsóknarfélagsins í Jökulheima verður að þessu sinni helguð viðhaldi á skálum félagsins þar. Markmiðið er að taka skálana algjörlega í gegn að innan og strjúka þar út úr hverju skoti. Þá er einnig ráðgert að mála húsin að utan ef aðstæður leyfa í samvinnu við skálanefnd. Verði verkefnaskortur seinnipart á laugardag […]

Sumarferð í Lakagíga 3. – 5. júlí

Sumarferð JÖRFÍ verður farin í Lakagíga dagana 3.- 5. júlí. Lagt verður af stað frá Reykjavík seinni hluta föstudags og ekið í Blágil, þar sem við verðum með höfuðstöðvar – bæði tjaldstæði og skála. Farið verður um Lakagígasvæðið á laugardeginum, gangandi og akandi. Heimferð eftir krókaleiðum á sunnudag. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ágústi […]

Vorferð JÖRFÍ 29. maí – 6. júní 2009

Lagt var upp í hina árlegu rannsóknarferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul frá Reykjavík föstudagskvöldið 29. maí. Aðfararnótt laugardags var gist í Jökulheimum og haldið síðan sem leið lá um Tungnaárjökul á Grímsfjall í skýjuðu en aðgerðarlitlu veðri. Á hvítasunnudag lá leiðin beint í Kverkfjöll þar sem fjögurra manna hópur varð eftir og dvaldi við mælingar fram […]

Vetrarákomumælingar í fullum gangi

Vorleiðangrar Landsvirkjunar, Raunvísindastofnunar HÍ og Veðurstofu Íslands standa yfir þessa dagana. Langjökull var mældur dagana 19.-22. apríl af Sveinbirni Steinþórssyni, Hlyni Skagfjörð Pálssyni og Andra Gunnarssyni frá Landsvirkjun. Leiðangurinn hófst í aftakaveðri en gekk þó að óskum á þremur sólarhringum þó að enginn hefði farið úr að ofan að þessu sinni. Ákoma á Langjökul reyndist […]