Entries by hannakata

Haustfundur JÖRFÍ 26. október

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 26.október 2010 kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins: „Sprungur á jöklum kortlagðar.“ Snævarr Guðmundsson Myndasýning: Magnús Hallgrímsson sýnir myndir af fólki á jökli Nánari umfjöllun um efni fundarins má nálgast í glóðvolgu fréttabréfi JÖRFÍ sem má nálgast hér. Sprungusvæði á Hagafellsjökli í október 2010. Mynd: Snævarr […]

Sumarferð JÖRFÍ 2.-4. júlí

Sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður farin í Þórsmörk 2.- 4.júlí.  Skoðuð verða ummerkin um gosið við Fimmvörðuháls og í Eyjafjallajökli undir styrkri leiðsögn Jósefs Hólmjárn sem þekkir svæðið eins og lófann á sér. Lagt verður af stað frá Select við Vesturlandsveg kl.19:00. Farið verður á eigin bílum og reynt að raða þeim sem ekki ráða yfir fararskjótum […]

Fréttabréf maí 2010

Eitthundraðastaogsautjánda fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins hefur nú litið dagsins ljós og má nálgast hér. Meðal efnis: Eldgos í Eyjafjallajökli Stækkun nýja-skála í Jökulheimum Skipulagning slóða við Jökulheima Sumarferð í Þórsmörk Af aðalfundi í febrúar sl. 60 ára afmælishátíð JÖRFÍ á haustdögum                                                                 Mynd: MTG

Vorfundur JÖRFÍ 11. maí

                                                              Mynd: MTG Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 11.maí 2010 kl. 20 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Sigrún Hreinsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson flytja erindi í máli og myndum um umbrotin í Eyjafjallajökli undanfarið. Nánar um fundinn og félagsmál í nýútkomnu fréttabréfi sem má nálgast hér.