Entries by hannakata

Jólakveðja

Kæru félagar, Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát mannsins míns Vilhjálms Freys. Kveðja, Kristjana Harðardóttir og fjölskylda

GJÖRFÍ á Hátind

Á vegium GJÖRFÍ mun annað kvöld, þriðjudaginn 21.júní verða gengið á Hátind í Grafningi.  Lagt verður af stað kl.18:00 frá Select við Vesturlandsveg.   Ástvaldur (Valdi rakari) og Jórunn bjóða upp á kaffi og kleinur í bústað sínum að göngu lokinni.

Glataðar skráningar

Vegna tæknilegra örðugleika hafa skráningar og fyrirspurnir í gegnum vefsíðuna á síðustu vikum glatast. Um leið og beðist er velvirðingar á þessum leiðindum, er þeim sem ekki hafa fengið svör við skráningum/fyrirspurnum vinsamlegast bent á ítreka beiðnir sínar.

Árshátíð 2010 – 60 ára afmæli Jöklarannsóknafélagsins

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldinn 13.nóvember næstkomandi. Hátíðin hefst kl.18:00 í húsnæði Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, Reykjavík.  Þar verður stutt dagskrá og veitingar í boði Veðurstofunnar.  Upp úr klukkan 19:00 verða gestir fluttir með rútu Guðmundar Jónassonar í veislusal Þróttar í Laugardalnum, þar sem dagskrá hefst kl.20:00. Jöklarannsóknafélagið fagnar 60 ára afmæli sínu um þessar mundir og […]

Afmælisárshátíð JÖRFÍ 13. nóvember

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin 13. nóvember næstkomandi. Hún verður í góðum sal miðsvæðis í Reykjavík, en greint verður nánar frá tilhögun á haustfundinum og hér á heimasíðunni þegar nær dregur. Þann 22. nóvember eru sextíu ár frá því félagið var stofnað og árshátíð því með veglegra sniði en alla jafna. Félagar eru hvattir til að […]