Entries by halfdana

13. septemberferð í Jökulheima

Brottför verður frá Reykjavík kl. 18 föstudagskvöldið 13. sept. og ekið í Jökulheima, þar sem gist verður báðar næturnar. Hugmyndin er að ganga á Jökulgrindurnar á laugardeginum, frá skarðinu þar sem Grindakvísl fellur í gegnum fjallgarðinn og norður undir Kerlingar. Þar munum við skoða jökulmenjar frá því að Tungnaárjökull var hvað mestur. Það eru um […]

Sumarferð JÖRFÍ 9. – 11. ágúst – möguleikar á gistiplássi í skála

Eins og áður hefur komið fram verður sumarferð JÖRFÍ helgina eftir Verslunarmannahelgi, dagana 9.-11. ágúst og gist í tjöldum í Básum (sjá nánar á http://gamli.jorfi.is/). Útivist hafði samband við okkur um að losnað hefur gistipláss í skálanum. Þeir sem ætla í ferðina og vilja gista í skála þurfa að hafa beint samband við Útivisthttps://www.utivist.is/. JÖRFÍ […]

Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Á fundinum ræða Hrafnhildur Hannesdóttir og Snævarr Guðmundsson í máli og myndum um breytingar á skriðjöklum Vatnajökuls á Suðausturlandi og landbreytingar framan þeirra frá lokum 19. aldar. Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Aðalfundur og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum verður sýnd kvikmynd Árna Stefáns­sonar um Fransk-íslenska leiðangurinn á Vatnajökul í mars-apríl 1951. Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.

Dagskrá GJÖRFÍ fram á sumar

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast […]