Entries by halfdana

„Hörfandi jöklar“ og jöklafréttabréf

Jöklafréttabréfið fyrir 2020 er komið út (það fimmta í röðinni) og komið á sinn stað á vef Veðurstofu Íslands frettabref-joklar-newsletter-glaciers-iceland-2020.pdf (vedur.is). Þar er greint frá helstu niðurstöðum jöklamælinga ársins 2020. Fréttabréfið er á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar“ og unnið í samvinnu Veðurstofu Íslands, Jöklahóps Jarðvísindastofnunar Háskólans, Náttúrustofu Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs og fjármagnað af umhverfis- og […]

Sumarferð JÖRFÍ 2021

Sumarferð JÖRFÍ verður farin í Jökulheima um Verslunarmannahelgina. Félagsmenn, vinir og fjölskyldur eru velkomin með í ferðina. Mætt er í Jökulheima föstudaginn 30. júlí og munum við dvelja þar til mánudagsins 2. ágúst. Skrá þarf sig í ferðina fyrir 26. júlí, með tölvuskeyti á thorakarls@gmail.com eða í síma Þóru 866-3370. Við skráninguna þarf að taka […]

Nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Í nýju fréttabréfi JÖRFÍ eru m.a. pistlar um sporðamælingar félagsins síðastliðið haust og afkomumælingaferð sem farin var á dögunum á Mýrdalsjökul. Sagt er stuttlega frá aðalfundi félagsins og fyrirhugaðri sumarferð í Jökulheima um Verslunarmannahelgina. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á vef félagsins.

Fyrirlestur um stuttmyndina „After Ice“

Þriðjudaginn 23. mars næstkomandi kl. 20:00 munu Kieran Baxter, Þorvarður Árnason og M Jackson segja sögu stuttmyndarinnar „After Ice“, sem er samstarfsverkefni höfundanna þriggja. Eins og áður verður erindið flutt rafrænt en hlekkurinn á streymið opnar kl. 19:45 á: „https://eu01web.zoom.us/j/61000506511“ Stuttmyndin After Ice er afurð fjögurra ára fjölþjóðlegs og þverfaglegs samstarfs á milli Kieran Baxters, […]

Aðalfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Fundurinn mun fara fram með rafrænum hætti vegna Covid 19 og samkomutakmarkana. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ. Hlekkur með aðgangi á rafrænan aðalfund verður sendur á félaga tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Hafi rafræn aðalfundarboð ekki þegar borist í tölvuskeyti þann 11. febrúar […]