Entries by halfdana

Vegna sumarferðar að Langasjó

Verið er að huga að undirbúningi sumarferðar að Langasjó. Veðurspá er sem stendur mjög óhagstæð og því kemur til greina að ferðinni verði frestað um viku. Það skýrist á næstu dögum og frekari upplýsingar munu birtast hér.

Sumarferð að Langasjó

Við minnum á sumarferð Jöklarannsóknafélagsins sem farin verður að Langasjó fyrstu helgina í júlí. Lagt verður af stað kl. 12 á hádegi föstudaginn 1. júlí frá Select Vesturlandsvegi. Leiðsögumaður okkar verður Snorri Zóphóníasson. Gist verður við skála Útivistar við Sveinstind en félagið hefur tekið frá allnokkur svefnrými í skálanum sem fara til þeirra fyrstu sem […]

Önnur gönguferð GJÖRFÍ

Forkólfar GJÖRFÍ vilja minna á aðra gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður annað kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 24. maí. Gengið verður um Búrfellsgjá í Heiðmörkinni og fararstjóri verður Magnús Hallgrímsson. Gangan hefst kl. 18 við bílastæði við Hjallaenda, en til að komast þangað þarf að fara framhjá Vífilsstöðum, suður fyrir Vífilsstaðavatn og inn í Heiðmörkina. Sem fyrr […]

Fyrsta gönguferð GJÖRFÍ í vor

Við minnum á fyrstu gönguferð GJÖRFÍ sem farin verður í kvöld, þ.e.a.s. þriðjudagskvöldið 10. maí. Brottför er kl. 18 frá Straumi við Straumsvík. Gönguferðin mun vera létt og á allra færi, og vonumst við til þess að sjá sem flesta. Forkólfar GJÖRFÍ vísa í þessa vefsíðu til frekari fróðleiks um göngulandið.

Vorfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 3. maí kl. 20:00 í sal 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Efni fundarins er erindi Tómasar Jóhannessonar: „Mælingar á yfirborði og yfirborðsbreytingum íslenskra jökla með leysimælingum“. Nýtt fréttabréf JÖRFÍ má finna hér.