Entries by halfdana

Sumarferð að Langasjó

Sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður farin að Langasjó 6.-8. júlí eins og áður var auglýst í fréttabréfi félagsins. Lagt verður af stað á hádegi á föstudegi frá Select Vesturlandsvegi og farið á einkabílum, og miðað er við að koma að Langasjó síðla dags. Gist verður í tjöldum við skála Útivistar við Sveinstind en fararstjóri í ferðinni og […]

Veður og myndir frá Kverkfjöllum

Í byrjun mánaðar var sett upp vefmyndavél, auk veðurstöðvar norðan við skála Jöklarannsóknafélagsins í Kverkfjöllum. Upplýsingarnar uppfærast á 30 mín fresti og eru aðgengilegar hér. Myndavélin horfir yfir vesturhluta Hveradals þar sem jökulstíflað lón myndast vegna jarðhita en úr því hleypur reglulega. Veðurstöðin er einnig hentug til að gá til veðurs áður en haldið er […]

Mælingaferð á Mýrdalsjökul

Félagar úr Jöklarannsóknafélaginu fóru hefðbundna mælingaferð á Mýrdalsjökul á uppstigningardag en ferðinni hafði áður verið frestað vegna veðurs. Veður á jökli var fínt og margir á jökli að sinna mælingum, JÖRFÍ við ákomumælingar, Jarðvísindastofnun við íssjármælingar auk veðurfræðinga frá Belgingi við tilraunir með fjarstýrðar mælingaflugvélar. Sem fyrr voru boraðar þrjár ákomuholur og reyndist þykkt vetrarsnævarins […]

Nýtt fréttabréf og vorfundur

Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér. Vorfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrfræðahúsi Háskólans næstkomandi þriðjudag 24. apríl kl. 20.

Gönguferðir GJÖRFÍ vor og sumar 2012

Dags Hvert Mæting 13.mars Álftanesið austanvert Bessastaðakirkju kl. 18:00 27.mars Seltjarnarnes, Grótta Bílastæði við Gróttu kl. 18:00 10.apríl Elliðavatn, Þinganes/Guðmundarlundur Select Vesturlandsvegi kl. 18:00 21.apríl laugard. Hvalfjörður Select Vesturlandsvegi kl.10:00 1.mai, verkalýðsd. Reykjanes, vítt og breitt með viðkomu á kaffihúsi í Grindavík Nesti í Fossvogi kl. 10:00 15.mai Kaldársel og Valahnjúkar Bílastæði við Kaldársel kl. […]