Entries by halfdana

Vegna fráfalls Vilhjálms Freys Jónssonar

Ágætu félagar Vegna fráfalls Vilhjálms Freys Jónssonar hafa vinir og félagar Freysa beðið Kristjönu eftirlifandi eiginkonu hans um að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna. Ef þú/þið viljið votta samúð ykkar með því að leggja inn á reikninginn þá eru upplýsingar um númerið hér fyrir neðan. Ef þú / þið þekkið einhverja sem þekktu Freysa og eru […]

Myndbönd úr vefmyndavél í Kverkfjöllum

Á vefslóðinni https://vimeo.com/icevolcano eru áhugaverð myndbönd úr vefmyndavélum sem settar voru upp í Kverkfjöllum í byrjun júní. Myndböndin sýna m.a. myndir síðustu þriggja vikna á 1-3 mínútum. Áhugavert er að fylgjast með hvernig ísinn brotnar upp í Hveradal, stækkandi vök og breytilegri gufuvirkni auk reglulegrar snjókomu. Eins má sjá gífurlegt sandfok á flæðunum norðan Dyngjujökuls […]

Veðurspá sumarferðar

Veðurspá helgarinnar er hagstæð sumarferðinni. Búast má við að hlýjast verði austan- og suðaustanlands, og þar eru mestar líkur á björtu og þurru veðri.

Frekari fréttir af sumarferð

Brottför í sumarferð Jöklarannsóknafélagsins verður næsta föstudag kl. 14 frá Select Vesturlandsvegi, en farið er á einkabílum. Þeir sem hyggjast mæta í sumarferðina eru beðnir um að senda stutt tölvuskeyti þess efnis á: „sumarferd@gmail.com“. Fyrirhuguð dagskrá er eins og áður var auglýst. Komið verður að Langasjó síðla föstudags og gist verður í tjöldum við skála […]

Í tilefni af sumarferð – Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð

Í tilefni af sumarferð Jöklarannsóknarfélagsins að Langasjó þá vilja samtökin „Vinir Vatnajökuls“ bjóða meðlimum JÖRFÍ afslátt af bók samtakanna „Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð“ eftir Hjörleif Guttormsson. Bókin kom út fyrir síðustu áramót og býðst félögum JÖRFÍ að kaupa bókina á kr. 2.500,- í stað kr. 3.999,-. Til að nálgast bókina er hægt að senda tölvuskeyti á […]