Entries by halfdana

Nýtt fréttabréf og haustfundur

Nýtt fréttabréf Jöklarannsóknafélagsins er komið út og er aðgengilegt hér. Haustfundur félagsins verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans þriðjudaginn 30. október kl. 20. Í tilefni af því að á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings þá er haustfundurinn helgaður minningu hans. Nánar um efni haustfundarins í nýútkomnu fréttabréfi.

Ráðstefna JÖRFÍ og JFÍ á Efri-Vík

Í október er fyrirhuguð ferð og ráðstefna í Efri Vík í Landbroti sem sumir félagsmenn hafa efalaust áhuga á.  Ferðin er farin á vegum Jarðfræðafélags Íslands og Jöklarannsóknafélagsins. Heiðursgestur ferðarinnar og ráðstefnunnar er Helgi Björnsson jöklafræðingur, heiðursfélagi JÖRFÍ og fyrrverandi formaður félagsins, en hann verður 70 ára þann 6. desember næstkomandi. Um er að ræða […]

Haustferð í Jökulheima

Hefðbundin 13. septemberferð Jöklarannsóknafélagsins í Jökulheima verður farin aðra helgi, 14.-16. september. Brottför er kl. 18 á föstudagskvöldi frá Select Vesturlandsvegi og farið verður á einkabílum. Á föstudagskvöldi verður ekið í Jökulheima þar sem gist verður í húsum félagsins. Laugardagurinn verður nýttur í að fara á slóðir Tröllahrauns, sem myndaðist í gosi 1862-64. Verkefni sunnudagsins […]