Entries by halfdana

Fræðsluerindi á fjarfundi og ný vefsíða Jökuls

Miðvikudaginn 19. janúar verður fyrsta fjar-fræðsluerindi JÖRFÍ þetta árið. Eyjólfur Magnússon mun segja frá Grímsvatnahlaupi sem varð í lok árs 2021 og Kristín Jónsdóttir ásamt Sölva Þrastarsyni segja frá óhefðbundnum jarðskjálftamælingum með ljósleiðara á Grímsfjalli. Í upphafi fundarins verður nýr vefur tímaritsins Jökuls formlega opnaður og virkni hans kynnt. Grímsvatnahlaup á aðventunni 2021: Í nóvember […]

66°N styrkir JÖRFÍ

Á morgun, föstudag 26. nóvember, munu 25% af veltu í vefverslun 66°Norður renna til Jöklarannsóknafélagsins.  Styrkurinn verður notaður til að mæta kostnaði við ferðir til afkomumælinga á Eyjafjallajökli og Tindfjallajökli, en afkoma hefur ekki verið mæld á þessum jöklum hingað til.  Stefnt er á að félagið standi fyrir ferð/ferðum til að koma þessu í framkvæmd […]

Auður Ólafsdóttir – jarðarför 25. nóvember

Auður Ólafsdóttir, heiðursfélagi JÖRFÍ, lést þann 11. nóvember síðastliðin, 87 ára að aldri. Auður fór í sína fyrstu vorferð á Vatnajökul 1959 og var virk í félaginu alla tíð síðan, með þátttöku í ferðum og margvíslegu innra starfi. Jarðarförin hefst kl. 13 en vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt […]

Frestun árshátíðar JÖRFÍ

Í fyrra varð Covid til þess að urðum við að fresta öllum hátíðarhöldum vegna 70 ára afmælis félagsins. Horfur hafa lengst af verið góðar með hátíð í haust. En nú ríður ný bylgja yfir og veldur því að takmarkanir taka aftur gildi sem kveða á um grímuskyldu og skertan opnunartíma. Félagið sér því ekki annan […]