Entries by halfdana

Ný vefsíða Jökuls

Ný heimasíða Jökuls, tímarits Jöklarannsóknafélags Íslands og Jarðfræðafélags Íslands, er komin á netið, sjá www.jokulljournal.is. Unnið verður að frekari lagfæringum og nánari útfærslum fram eftir hausti. Sjá nánar hér af ýmsum hremmingum sem Jökull lenti í á árinu, og varð m.a. kveikjan að því að flýtt var að hleypa nýrri vefsíðu Jökuls af stokkunum.

Sumarferð JÖRFÍ

Jöklarannsóknafélagið ráðgerir sumarferð á Okjökul fyrstu helgina í júlí (5.-7.) Skráning í ferðina fer fram á netfangið: sumarferd hjá gmail.com, eða hjá Hálfdáni Ágústssyni í síma 8659551. Flestir kannast við Okið, sem er grágrýtisdyngja með toppgíg, áþekk Skjaldbreið. Dyngjulögunin blasir vel við af Kaldadal en úr Borgarfjarðardölum ber meira á Oköxlinni, sem er móbergsfjall utan […]

Veðurstöð í Kverkfjöllum

Veðurstöðin og vefmyndavélarnar í Kverkfjöllum erum komnar í gagnið á ný, eftir kuldalega vetrarvist í klakabrynju: „http://vedur.mogt.is/harbor/?action=Stations&harborid=13„. Björn Oddsson og M&T bera hita og þunga af verkefninu en Vinir Vatnajökuls veittu myndarlegan styrk til verkefnisins en jafnframt hafa Vegagerðin, Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Jöklarannsóknafélag Íslands komið að því.

GJÖRFÍ og Suðurstrandarvegur

Laugardaginn 18. maí fer GJÖRFÍ um Suðurstrandarveg. Mæting er við Nesti Fossvogi kl. 10 á laugardagsmorgni og N1 við lækinn í Hafnarfirði kl 10.15. Farið verður um Svartsengi, Grindavík og austur í Selvog, með stuttum göngu-, fræðslu- og nestisstoppum og e.t.v. T-kaffistoppi í Selvogi.