Entries by halfdana

Nýtt fréttabréf og aðalfundur

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum flytur Hálfdán Ágústsson stutt erindi um válynt veður á íslenskum jöklum. Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.

GJÖRFÍ 2014

Hér að neðan er dagskrá GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, næsta rúma misserið. Gönguferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Munið ennisljósin! 21/1      Kársnes             Nesti Kópavogi 4/2.       Laugardalur       Àskirkja 18/2.     Grafarvogur       Grafarvogskirkja 4/3.       Fossvogur         Borgarspítali (austanmegin) 15/3.     […]

GJÖRFÍ

Vegna hálku og svellalaga breytist skipulag gönguferðar GJÖRFÍ á morgun, þriðjudaginn 7. janúar. Farið verður kl. 18 frá bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu og gengið um vesturbæinn.