Entries by halfdana

GJÖRFÍ haust 2014

Hér að neðan er dagskrá GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, haustið 2014. Gönguferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Munið ennisljósin! 2. sep.      Dyradalir v. Hengil    Select Vesturlandsv. 16. sep.      Tröllafoss    Select Vesturlandsv. 30. […]

Sumarferð JÖRFÍ – Breytt ferðaáætlun

Annað árið í röð setur afar óhagstæð veðurspá sumarferðarplön JÖRFÍ í uppnám! Fyrirhugaðri ferð í Húsafell og á Okið verður því breytt og róið á önnur mið. Veðurspá er hagstæðust fyrir Suðurland og því er stefnan tekin á Þórsmörk um helgina. Tjaldað verður í Básum á Goðalandi og farið í styttri skoðunarferðir um svæðið. Ekki […]

Sumarferð JÖRFÍ

Minnt er á sumarferð Jöklarannsóknafélagsins helgina 4.-6. júlí nk. Ekið verður í tjaldstað í Reyðarfellsskógi í landi Húsafells að kvöldi föstudagsins. Að morgni laugardags verður raðað í bíla og ekið upp á Kaldadal. Gengið verður frá Kaldadalsvegi upp á Okið og er vegalengdin um 5 km með rólegri hækkun frá 700 m upp í um […]

Vorfundur, nýtt fréttabréf og GJÖRFÍ-ferð felld niður

Vorfundur Jöklarannsóknafélagsins verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 6. maí í Öskju. Á fundinum flytur Helgi Björnsson erindi um leit að týndum flugvélum á Grænlandsjökli og Sverrir Hilmarsson sýnir myndir frá Suðurskautslandinu. Nánar um fundinn í nýútkomnu fréttabréfi JÖRFÍ sem aðgengilegt er hér á vef félagsins: „Fréttabréf apríl 2014“. Jafnframt bendum við á að fyrirhuguð GJÖRFÍ-ferð næstkomandi […]

Vefmyndavél á Grímsfjall

Í byrjun vikunnar fóru að berast myndir úr vefmyndavél (http://vedur2.mogt.is/grimsfjall/webcam/index.php) á vesturgafli gamla skálans á Grímsfjalli en myndavélin horfir út yfir Grímsvötn. Björn Oddsson hefur átt veg og vanda af uppsetningu vélarinnar en að henni koma auk Jöklarannsóknafélagsins, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og M&T ehf. Svona var umhorfs á Grímsfjalli 31. mars 2014. Fyrirhugað er að […]