Entries by halfdana

GJÖRFÍ til sumars 2015

Hér að neðan er dagskrá GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, fram á mitt sumarið 2015. Gönguferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Munið ennisljósin! Dags. Áfangastaður Brottför 3. feb. Vatnsmýri / Tjörnin Askja 17. feb. Grandi – […]

Doktorsvörn félaga í JÖRFÍ

Næstkomandi mánudag ver Hrafnhildur Hannesdóttir doktorsritgerð sína í jarðfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið: Breytingar á suðaustanverðum Vatnajökli – í fortíð, nútíð og framtíð (Variations of southeast Vatnajökull – past, present and future). Hrafnhildur er félagi í Jöklarannsóknafélagi Íslands og hefur m.a. tekið þátt í nokkrum vorferðum félagsins og setið í skemmtinefnd. JÖRFÍ og […]

Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 21. október í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskólans. Á fundinum flytja Kristín Jónsdóttir og Guðrún Larsen erindi um vöktun umbrotana við Bárðarbungu og eldgosasögu Bárðarbungukerfisins. Nánar um fundinn í nýútkomnu fréttabréfi JÖRFÍ sem aðgengilegt er hér á vef félagsins: „Fréttabréf október 2014“.

Haustráðstefna JFÍ og JÖRFÍ 22. nóvember 2014

JÖRFÍ tekur nú höndum saman við Jarðfræðafélag Íslands um haustráðstefnu um ríki Vatnajökuls. Um er að ræða heilsdagsráðstefnu, frá kl 09:00 til 17:00, en skráning verður frá klukkan 8:30. Auglýst er eftir ágripum erinda og veggspjalda og tilkynningu um þátttöku. Ráðstefnan verður haldin í sal N-132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands laugardaginn 22. nóvember og […]