Entries by halfdana

Sumarferðir JÖRFÍ í júlí og ágúst

Sumarferð Um næstu helgi, 3.-5. júlí, verður sumarferð JÖRFÍ farin í uppsveitir Borgarfjarðar. Tjaldað verður á föstudagskvöldi í Hringsgili í landi Húsafells. Veðurspá er hagstæð en snjóalög á Ok-inu og ófærð á Kaldadal koma í veg fyrir fyrirhugaða Ok-göngu. Fararstjóri ferðarinnar, Þorsteinn Þorsteinsson mun þess í stað leiða gönguferð um aðrar slóðir á laugardegi og […]

Sumarferð á Ok-ið og ágústferð að nýja hrauninu

Ágústferð Jöklarannsóknafélagið fer 7.-9. ágúst í skemmtiferð inn á Dyngjusand að skoða nýja hraunið norðan Vatnajökuls. Ferðalangar munu hittast í Mývatnssveit og fara þaðan í rútu að morgni föstudags en komið verður aftur tilbaka á sunnudegi. Gert er ráð fyrir að gista í Herðubreiðarlindum og þaðan verður haldið í skoðunarferðir um nýja hraunið og Öskju. […]

Vorfundur og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 28. apríl, í Öskju. Á fundinum flytur Snorri Baldursson erindi um landnám lífs í nýju landi, m.a. við Vatnajökul, og Ragnar Th. Sigurðsson sýnir myndir frá umbrotunum í Holuhrauni. Nánar um fundinn í nýútkomnu fréttabréfi JÖRFÍ sem aðgengilegt er hér á vef félagsins: „Fréttabréf apríl 2015″.

Háfjallafundur í Eldborgarsal Hörpu 1. mars – ágóði rennur til jöklarannsókna

Sunnudagskvöldið 1. mars verður Háfjallafundur í Eldborgarsal Hörpu. Um er að ræða samstarfsverkefni Vina Vatnajökuls, FÍ, FÍFL og 66°Norður. Þarna heldur fyrirlestur einn mesti fjallagarpur heims, David Breashers, en hann var staddur á Everest þegar 8 fjallgöngumenn létu lífið í stormi vorið 1996. Greint var frá þessum atburði í metsölubókinni Into thin Air eftir John […]

Aðalfundur og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 24. febrúar kl. 20:00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Alexander Jarosch segja frá notkun fjarstýrðra flygilda við jöklarannsóknir, m.a. á Breiðamerkurjökli. Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.