Entries by halfdana

Barnabók um jökla, ís og loftslagsmál

Helgi Björnsson jöklafræðingur og heiðursfélagi JÖRFÍ hefur skrifað barnabók um jökla, ís og loftslagsmál. Tilvalin til jóla- og afmælisdaga til barna og allra sem eru ungir í anda. Félagar í JÖRFI mega leita til Jóns Gunnars Þorsteinssonar hjá Vísindavef HÍ ( jongth@hi.is) og fengið bókina á kr. 3.150. Hann situr á 3. hæð í Tæknigarði.

Ferðir GJÖRFÍ í vetur og til sumars 2016

Hér að neðan er dagskrá GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, til sumars 2016. Gönguferðirnar eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern þriðjudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson, Jósef Hólmjárn og Þóra Karlsdóttir. Munið ennisljósin! 15. sept. 2015 Mosfell Select Vesturlandsv. 29. sept. 2015 Elliðavatn, Heiðmörk Select Vesturlandsv. 13. okt. […]

Ferðin í Holuhraun og Öskju 7.-9. ágúst

Enn eru nokkur pláss laus. Áætlað er að fólk mæti á Mývatn á fimmtudagskvöldinu 6. ágúst. Farið verður í rútu úr Mývatnssveit á föstudagsmorgni. Gist verður í skála og tjöldum í Herðubreiðarlindum í tvær nætur. Áætlað er að fara einn dag að nýja hrauninu og annað daginn að svipast um í Öskju, en þar varð […]