Entries by halfdana

Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 25. október kl. 20:00. Á fundinum mun Ívar Örn Benediktsson segja frá rannsóknum sínum á landmótun og sögu Múlajökuls. Að kaffihléi loknu sýinr Gunnlaugur Þór Pálsson nýja íslenska heimildamynd „Jöklaland – veröld breytinga“. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð JÖRFÍ verður haldinn laugardagskvöldið 19. nóv. Frekari upplýsingar berast innan tíðar. Takið kvöldið frá!

Sumarferð JÖRFÍ í Núpsstaðarskóg

Sumarferð JÖRFÍ verður farin í Núpsstaðarskóg 12.-14. ágúst. Farið verður á einkabílum og brottför verður kl. 16, föstudaginn 12. ágúst, frá Select Vesturlandsvegi. Þátttöku má tilkynna til Þóru Karlsdóttur í síma 8663370 eða í netfangið thorakarls hjá gmail com.“

Vorfundur og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 26. apríl kl. 20:00. Eyjólfur Magnússon mun segja frá hlaupi úr Hamarskatli í júlí 2011 og Anna Líndal mun sýna myndir og myndbönd úr vorferðum og starfi JÖRFÍ. Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Aðalfundur og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum mun Valdimar Leifsson sýna stutta kvikmynd um Esjufjöll en myndin heitir „Blómagarður jökulsins“ og er ein af fjórum stuttum myndum um Vatnajökul sem Valdimar hefur gert fyrir sjónvarp. Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.