Entries by halfdana

Vorfundur og nýtt fréttabréf

Vorfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, næstkomandi þriðjudag 2. maí kl. 20:00. Magnús Tumi Guðmundsson mun fjalla um Grímsvötn, eldgosin og jarðhitann þar, og tilveru jöklahúsa á tindi virkasta eldfjalls Íslands. Einnig verður sýnd kvikmyndin: „Jökull – húsið á fjallinu“, gerð af Sigmundi Ríkharðssyni og Jóni Kjartanssyni um flutning skála á […]

Aðalfundur JÖRFÍ

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar þrjár, gamlar, stuttmyndir um ferðir og rannsóknir á vatnajökli. Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins

Dagskrá GJÖRFÍ til hausts 2017

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru að jafnaði farnar annan hvern mánudag kl. 18:00. Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir. Dagskráin fram á haust er hér að neðan. Dags. Áfangastaður Brottför 27. feb. Heiðmörk Vífilstaðahlíð Heiðmerkurhlið 13. mars Rauðavatn Morgunblaðshúsið 27. mars Garðaholt og Hleinar Hrafnista Hafnarfirði […]

Árshátíð og fræðslufundur um sporðamælingar JÖRFÍ þann 19. nóv.

Við minnum á árshátíð JÖRFÍ sem haldin verður næstkomandi laugardag, 19. nóvember. Eins fram kom í síðasta fréttabréfi verður samráðs- og fræðslufundur um sporðamælingar Jörfi haldinn þann 19. nóvember næstkomandi, sama dag og árshátíð félagsins. Fundurinn verður á 3. hæð í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, og er dagskrá hans er eftirfarandi: 14:00 Skafti […]

Árshátíð JÖRFÍ

Árshátíð JÖRFÍ verður haldinn laugardagskvöldið 19. nóvember. Hátíðin hefst að venju með fordrykk klukkan 18:00 en fordrykkurinn verður að þessu sinni hjá Ellingsen. Að fordrykk loknum þá ekur rúta með árshátíðargesti að veislustaðnum þar sem við tekur hefðbundin hátíðardagskrá. Veglegir happdrættisvinningar. Miðaverði er í hóf stillt, aðeins kr. 6.500,-. Miðar fást hjá Leifi Þorvaldssyni í […]