Auður Ólafsdóttir – jarðarför 25. nóvember

Auður Ólafsdóttir, heiðursfélagi JÖRFÍ, lést þann 11. nóvember síðastliðin, 87 ára að aldri. Auður fór í sína fyrstu vorferð á Vatnajökul 1959 og var virk í félaginu alla tíð síðan, með þátttöku í ferðum og margvíslegu innra starfi.

Jarðarförin hefst kl. 13 en vegna samkomutakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á https://www.mbl.is/andlat/

Jöklarannsóknafélagið minnist Auðar með virðingu og þökkum og vottar Stefáni Bjarnasyni, eftirlifandi eiginmanni hennar og heiðursfélaga JÖRFÍ innilega samúð.