Árshátíð JÖRFÍ
Árshátíð JÖRFÍ verður haldinn laugardagskvöldið 19. nóvember. Hátíðin hefst að venju með fordrykk klukkan 18:00 en fordrykkurinn verður að þessu sinni hjá Ellingsen. Að fordrykk loknum þá ekur rúta með árshátíðargesti að veislustaðnum þar sem við tekur hefðbundin hátíðardagskrá. Veglegir happdrættisvinningar.
Miðaverði er í hóf stillt, aðeins kr. 6.500,-. Miðar fást hjá Leifi Þorvaldssyni í Hellu í Hafnarfirði, Tómasi Jóhannessyni á Veðurstofu Íslands og Finni Pálssyni á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Endilega takið daginn frá fyrir mesta fjör ársins!