Árshátíð JÖRFÍ 2020 og 2021 – Tvöföld gleði
Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin með sérstökum hátíðarbrag þann 13. nóvember, 2021. Tilefnið er að fagna 70 (og 71 árs) afmæli félagsins.
Dagskráin hefst í Perlunni kl. 17 með opnun á sýningunni VORFERÐ sem fjallar um starfssemi félagsins og verður sýnd í “Dropanum“, sýningarrými Náttúruminjasafnsins á 2. hæð.
Þaðan verður gestum boðið uppá rútuferð á veislustaðinn sjálfan, sal Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Leirdalnum. Boðið verður upp á spennandi þriggja rétta matseðil, þar á meðal grænmetisrétti. Aðgengi að veislusalnum er mjög gott og nægt pláss til þess að ræða málin og dansa af sér skóna.
Takið daginn frá og pússið dansskóna, við hlökkum til að samfagna með ykkur öllum!
Árshátíðar- og sýningarnefndin