Árshátíð JÖRFÍ 14. nóvember í Þórsmörk

Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin í Básum á Goðalandi helgina 14.-15. nóvember næstkomandi. Lagt verður af stað frá Select við Vesturlandsveg á laugardagsmorgni á bílum félagsmanna JÖRFÍ. Einnig verður boðið upp á sætaferðir frá Stóru-Mörk kl. 17.

Dagskrá:
-Lagt af stað frá Select við Vesturlandsveg kl. 10 laugardaginn 14. nóvember
-Gönguferð um Goðaland undir leiðsögn Madame X eftir hádegi
-Hátíðarkvöldverður hefst með fordrykk klukkan 18:30

Matseðill
*Fordrykkur á fæti
*Forréttur – Taðreyktur öfuguggi á blínisbeði með styrjuhrognum
*Aðalréttur – Draumur útilegumannsins með salati að hætti Höllu
*Eftirréttur – Snjóhvít jöklamús á öðru glasi

Aðrir drykkir en fordrykkur eru á ábyrgð hvers og eins.

Að loknum kvöldverði verða kyrjuð jöklamannaljóð við viðeigandi undirleik, ísköld skemmtiatriði borin á borð, dufl og dans fram eftir kvöldi þar sem harmonikkustemmning verður í hávegum höfð. Líkur á óvæntum gestum!

Á sunnudegi verður lagt af stað úr Básum uppúr hádegi.

Miðaverð er 6.000 kr, innifalið er matur á laugardagskvöldi og gisting í Básum. Miðasala mun fara fram 9.-11. nóvember hjá eftirtöldum:

*Valdi rakari – Rakarastofunni Dalbraut 1
*Finnur Pálsson – Öskju
*Jósef Hólmjárn – Veðurstofunni, Bústaðavegi

Fyrirspurnum varðandi árshátíð er svarað á sumarferd@gmail.com og hjá Ágústi í síma 894-5257.

Skemmtinefndin