Afkomumælingar í Tindfjöll
JÖRFÍ fékk í lok árs 2021 styrk frá 66°Norður að upphæð 1,6 milljón króna, en fjárhæðin er afrakstur 25% sölu í vefverslun á svokölluðum Jöklaföstudegi sem haldin var þann 26.nóvember síðastliðinn, sem lesa má nánar um hér. Stjórn félagsins ákvað að ráðast í það að mæla afkomu nokkurra af minni jöklunum á Suðurlandi og stefnt er að því að fara til mælinga á Tindfjallajökli á tímabilinu 21.-24. apríl, en það er að sjálfsögðu háð veðri. Gert er ráð fyrir aðkomu Landsvirkjunar, Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar ásamt sjálfboðaliðum JÖRFÍ í þessum leiðangri. Félagsfólk Jörfí getur tekið þátt en vorleiðangurinn er skipulagður sem vélsleðaferð. Í haust er stefnt að því að fara gangandi til þess að lesa af stikum/vírum en það verður nánar auglýst síðar. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að setja í samband við stjórn, stjorn@gamli.jorfi.is
Afkomumælingar á Mýrdals- og Eyjafjallajökul
Sjálfboðaliðar JÖRFÍ halda áfram reglubundnum afkomumælingum á Mýrdalsjökli og að þessu sinni verður þess freistað að mæla afkomu Eyjafjallajökuls í sömu atrennu. Ferðin er fyrirhuguð helgina 15.-16. maí, en helgin þar á eftir er höfð til vara. Félagar í JÖRFÍ eru velkomnir með á jöklafarartækjum sínum en reynt verður að skipa þeim í laus sæti sem ekki komast á eigin vegum. Áhugasamir um þátttöku eru hvattir til að setja í samband við stjórn, stjorn@gamli.jorfi.is
Vorferð á Vatnajökul
Dagana 26. maí til 6. júní er fyrirhuguð vorferð JÖRFÍ og verður hún tvískipt að þessu sinni í ljósi þeirra fjölmörgu verkefna sem liggja fyrir, fyrri hópur 26.maí-1.júní og seinni hópur 1.júní-6. júní. Meðal verkefna er að gera efnamælingar í Gengissigi, setja upp jarðskjálftamæla, sinna viðhaldi á GPS- og jarðskjálftamælum VÍ, þyngdarmælingar og íssjármælingar Jarðvísindastofnunar, upptökur á jöklahljóðum, kvikmyndatökur, afkomumælingar, viðhald á skálum, auk annara verkefna. Gert er ráð fyrir um 20 þátttakendum í hvorum hópi. Stefnt er að því að fara yfir fjarskipti og öryggismál í vikunni fyrir brottför fyrri hóps. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á stjorn@gamli.jorfi.is til að fá frekari upplýsingar eða til að lýsa áhuga á að taka þátt í verkefnunum sem lýst er hér að ofan.
Frekari upplýsingar um ferðirnar birtast á vefsíðu félagsins þegar nær dregur en áhugasamir eru hvattir til að skrá sig eða tilkynna áhuga á þáttöku til að auðvelda skipulagningu.