Afkomumælingar á Mýrdalsjökli 18.-19. maí
Sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélagsins halda áfram reglubundnum afkomumælingum á Mýrdalsjökli. Næsta mælingaferð er fyrirhuguð helgina 18. – 19. maí, en tímasetning er háð veðurspá og verður dagur ákveðinn þegar nær dregur þessari helgi. Félagar í JÖRFÍ eru velkomnir með á jökla-bifreiðum sínum en reynt verður að skipa þeim í laus sæti sem ekki komast á eigin farartæki. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Eyjólf Magnússon (eyjolfm@hi.is) eða Hrafnhildi Hannesdóttur (hh@vedur.is).