Aðalfundur og nýtt fréttabréf
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 20:00. Að loknum aðalfundarstörfum verður sýnd kvikmynd Árna Stefánssonar um Fransk-íslenska leiðangurinn á Vatnajökul í mars-apríl 1951.
Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.