Aðalfundur og nýtt fréttabréf

Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 24. febrúar kl. 20:00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Alexander Jarosch segja frá notkun fjarstýrðra flygilda við jöklarannsóknir, m.a. á Breiðamerkurjökli.

Nánar um efni aðalfundar í nýju fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins.