Söngvísur og svipmyndir
Aldarslagur Sigurðar Þórarinssonar 1912-2012
Í tilefni af aldarafmæli Sigurðar Þórarinssonar á síðasta ári þá hafa Jöklarannsóknafélag Íslands, Hið íslenska náttúrufræðafélag og Ferðafélag Íslands gefið út tveggja diska safn söngva og myndefnis sem tengist Sigurði. Í safninu eru tveir diskar, hljóð- og mynddiskur, auk 47 síðna myndskreytts bæklings með öllum söngtextum ásamt skýringum. Í bæklingnum eru einnig yfirlit um helstu viðburði í lífi Sigurðar og nokkrar línur um söngsmíðar hans, auk ítarlegs formála um Sigurð.
Á hljóðdisknum eru 32 söngvar: þar af 14 af vínilplötunni “Eins og gengur” frá 1982, 9 söngvar frá 60 ára afmælishátíð Ferðafélagsins 1987 og loks 9 söngvar sem hljóðritaðir voru síðastliðinn nóvember í tilefni útgáfunnar og aldarafmælisins. Á mynddisknum eru 3 myndskeið: heimildarmynd frá 1994 um störf Sigurðar “Vísindin efla alla dáð: Rauða skotthúfan”, sjónvarpsþáttur frá 1982 “Svo endar hver sitt ævisvall” með átta Bellmanssöngvum, og loks sjónvarpsþátturinn “Sigurðar vísur Þórarinssonar” frá 1992 með sjö lögum við texta Sigurðar.
Diskasafnið er ekki í almennri sölu en félögin sem að útgáfunni standa bjóða félagsmönnum og áhugasömum að eignast þennan veglega grip fyrir kr. 4.000,-. Það er gert með því að fylla út fyrirspurnarformið okkar sem er hér að neðan. Setjið tilefni fyrirspurnar sem „Kúnstir náttúrunnar“ og fullt heimilisfang í stóra reitinn „Hver er fyrirspurnin“. Rétt er að láta fullt nafn og netfang fljóta með. Diskurinn verður þá sendur um hæl með landpóstinum um leið og við staðfestum greiðslu á kr. 4.000,- inn á neðangreindan reikning félagsins: