Sumarferð að Langasjó

Við minnum á sumarferð Jöklarannsóknafélagsins sem farin verður að Langasjó fyrstu helgina í júlí. Lagt verður af stað kl. 12 á hádegi föstudaginn 1. júlí frá Select Vesturlandsvegi. Leiðsögumaður okkar verður Snorri Zóphóníasson. Gist verður við skála Útivistar við Sveinstind en félagið hefur tekið frá allnokkur svefnrými í skálanum sem fara til þeirra fyrstu sem eftir þeim sækjast. Skráning í ferðina og fyrirspurn/bókun á gistirými í skála fer fram á netfangið sumarferd@gmail.com eða hjá Þóru Karlsdóttur í síma 8663370.