Fyrirlestur Sigrúnar Helgadóttur þriðjudaginn 12.1.2021
Fjarfundur JÖRFÍ þriðjudag 12. janúar kl. 20-21
Sigrún Helgadóttir – fyrirlestur JÖRFÍ: Sigurður Þórarinsson, fyrstu ferðir hans á jökla.
Hér er hlekkur á fundinn, hann opnast kl. 19:45: https://eu01web.zoom.us/j/68720181437
Ágrip fyrirlestursins: Sigurður Þórarinsson, fyrstu ferðir hans á jökla.
Störf Sigurðar fyrir Jöklarannsóknafélagið þarf vart að kynna félögum þess. Hann sat í stjórn félagsins í 30 ár, leiðangursstjóri margra ferða á jökla og var ritstjóri Jökuls í áratugi. Hann varð formaður félagsins 1969 og gengdi því starfi til dauðadags í febrúar 1983. Allt þetta og svo miklu meira þekkja margir félagar í Jöklarannsóknafélaginu, þekkja til rannsókna hans, kunna ótal sögur af Sigurði og muna margir skemmtilegheit hans og snilli.
En hvenær kynntist Sigurður jöklum? Hvenær fór hann fyrst á jökul? Hvað gæti hafa kveikt þennan mikla áhuga hans á jöklum? Sigrún Helgadóttir hefur á síðustu árum skrifað ævisögu Sigurðar sem vonandi kemur út í tveim bindum síðar á þessu ári. Sigurður var fæddur 1912 og Sigrún mun rekja lítillega uppvöxt hans, æskuár og fyrstu ferðir um Ísland. Síðan fyrstu ferðir hans á jökla og loks ferðir og leiðangra sem hann fór um jökla áður en Jöklarannsóknafélagið var stofnað. Líka verða sýndar fjölmargar myndir frá þessum tíma, að mestu fengnar úr miklu myndasafni Sigurðar.