Afmælisferð JÖRFÍ í Jökulheima

Nú styttist í afmælisferð félagsins í Jökulheima um næstu helgi. Tilkynna þarf um þátttöku í síðasta lagi annað kvöld, þriðjudagskvöld í tölvupósti eða í síma til Þóru Karlsdóttur (thorakarls@gmail.com, sími: 866-3370).

Í ferðinni munum við fara yfir sögu Jökulheima og hvernig Jöklarannsóknafélagið byggði þessa bækistöð fyrir Vatnajökulsferðir. Við skoðum sögu hörfunar Tungnaárjökuls frá því að hann náði lengst fram í litlu ísöldinni um 1880 og hvernig jöklar og eldvirkni hafa mótað þetta eyðilega en ægifagra svæði sem fyrir 100 árum var einn afskekktasti og minnst þekkti hluti Íslands. En ekki síst er ætlunin að eiga góðar stundir saman.  Á laugardag verður hátíðarkvöldverður að hætti Jökulheima, varðeldur o.fl.

Brottför er áætluð úr Reykjavík föstudaginn 31. ágúst kl. 17.  Lagt verður upp frá Vagnhöfða 25, aðstöðu Veðurstofunnar. Fari fólk fyrr af stað og hyggist hitti hópinn annars staðar þá má gjarnan láta fararstjóra vita.

Sameiginlegur kvöldmatur verður á laugardagskvöldið.  Pláss er í skálunum fyrir um 40 manns en einnig er hægt að gista í tjaldi.

Gistigjald í skála er 3000 kr./mann á nóttu eða 9.000 kr. / mann fyrir allar þrjár næturnar.  Kvöldmaturinn kostar 2500 kr./mann. Börn og unglingar 15 ára og yngri fá frítt, bæði í mat og í skála. Óskað er eftir að fólk láti vita hvort það ætli að gista í skála eða tjaldi. Greiða ber fyrir brottför á reikning: 525-26-110641, kennitala: 180653-2959. Farið verður á einkabílum og þeir sem ekki hafa bíl sem kemst með góðu móti inneftir fá far í öðrum bílum.

Nánar er fjallað um ferðina á vefsíðu félagsins:  http://gamli.jorfi.is