13. septemberferð í Jökulheima
Brottför verður frá Reykjavík kl. 18 föstudagskvöldið 13. sept. og ekið í Jökulheima, þar sem gist verður báðar næturnar.
 Hugmyndin er að ganga á Jökulgrindurnar á laugardeginum, frá skarðinu  þar sem Grindakvísl fellur í gegnum fjallgarðinn og norður undir  Kerlingar. Þar munum við skoða jökulmenjar frá því að Tungnaárjökull var  hvað mestur. Það eru um 11 km norður í Kerlingar  og víða hægt að slást í för með hópnum eða snúa fyrr við, en þá er hægt  að aka slóðann inn að Sylgju og hitta á hópinn. Varaplan hljóðar upp á  að skoða jökulmenjarnar austan við Jökulheima og ganga á Rata. Á  sunnudaginn sjáum við fyrir okkur að ganga á Mána,  og jafnvel fara um Þórisós til baka. 
 Sameiginlegt grill verður á laugardagskvöldinu og kannski stiginn dans á  pallinum. Hver og einn greiðir skjálagjöld fyrir sig og farþegar bíla  taka þátt í eldsneytiskostnaði. 
 Endilega skráið ykkur sem fyrst hjá Hlyni (hlynursp hjá gmail.com, s. 893-0336)
 Með góðri kveðju,
 Undirbúningsnefndin; Hlynur og Hrafnhildur

