Sumarferð JÖRFÍ 9. – 11. ágúst – möguleikar á gistiplássi í skála

Eins og áður hefur komið fram verður sumarferð JÖRFÍ helgina eftir Verslunarmannahelgi, dagana 9.-11. ágúst og gist í tjöldum í Básum (sjá nánar á http://gamli.jorfi.is/). Útivist hafði samband við okkur um að losnað hefur gistipláss í skálanum. Þeir sem ætla í ferðina og vilja gista í skála þurfa að hafa beint samband við Útivist
https://www.utivist.is/. JÖRFÍ hefur ekki bókað nein skálapláss en nægt pláss er fyrir tjöld í Básum.

Óskað er eftir að fólk tilkynni þátttöku í ferðina í síðasta lagi þriðjudag 6. ágúst, til Þóru Karlsdóttur (tölvupóstur: thorakarls@gmail.com, sími: 866-3370). Eins og fram hefur komið verður farið á einkabílum. Þó svo að þú hafir ekki yfir jeppa að ráða er engin ástæða til að sleppa ferðinni. Reynt verður að finna öllum pláss í bílum og e.t.v. selflytja síðasta spottann sem ekki er fær nema jeppum. Við höfum líka í bakhöndinni að nýta daglegar rútuferðir (https://trex.is/tour/thorsmork/).