Sumarferð JÖRFÍ 10.-12. ágúst
Sumarferð JÖRFÍ verður farin helgina 10. – 12. ágúst.
Brottför verður úr bænum kl. 13 á föstudeginum fyrir þá sem komast svo snemma annars kl. 17. Ekið verður um Skeið, Flúðir, Tungufell, Svínanes, Kerlingafjöll og þaðan í Setrið en þeir sem leggja síðar af stað fara sem leið liggur um Kjöl og Kerlingafjöll í Setur. Á laugardegi verður farið í göngu og skoðunarferð um nágrenni Kerlingafjalla austanverðra, og endað í sameiginlegri grillmáltíð að kvöldi dags. Á sunnudegi verður farið niður með Þjórsá um Gljúfurleit, og Gljúfurleitarfoss og/eða Dynkur skoðaðir.
Skáli 4×4 í Setri er frátekinn fyrir Jörfí þessa helgi og þar er öll aðstaða hin besta. Verð vegna gistingar verður tilkynnt síðar. Þátttaka í sumarferð tilkynnist Þóru Karlsdóttur, thorakarls@gmail.com.