Haustfundur og nýtt fréttabréf
Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn
31. október kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Á fundinum flytur Eyjólfur Magnússon erindi um íssjármælingar og
Eystri Skaftárketilinn. Eftir kaffihlé mun Eiríkur Finnur Sigurgeirsson
sýna  myndir  úr   nýlegri  reiðhjólaferð   yfir  Vatnajökul   sem   hann  og
Guðbjörn Margeirsson fóru í byrjun maí þessa árs.
Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.
