Vorferðir Jöklarannsóknafélags Íslands á Vatnajökul hafa verið farnar árlega síðan 1953, eða í 62 ár og eru mikilvægur þáttur í rannsóknum á Vatnajökli. Í þessum ferðum hefur verulegur hluti rannsókna á jöklinum farið fram. Grunnur þeirrar þekkingar sem byggt er á um hinar virku eldstöðvar og jarðhitasvæði sem skapa Vatnajökli sérstöðu á heimsvísu er tilkominn vegna mælinganna í Vorferðum Jöklarannsóknafélagsins. Vorferðir hafa því fyrir löngu markað sér sess sem mikilvægur þáttur í rannsóknum á náttúru Íslands, sér í lagi hvað varðar Vatnajökul og eldvirkni á Íslandi.
Afkoma jökulsins í Grímsvötnum og víðar, hluti af kortlagningu botnsins og svo til allar rannsóknir á jarðhita og eldvirkni í Grímsvötnum, Kverkfjöllum og víðar hafa verið unnar í vorferðunum. Ferðirnar eru sérstæðar fyrir þær sakir að þær hafa alla tíð að miklu leyti byggst á þátttöku sjálfboðaliða, en í félaginu hefur alla tíð starfað harðsnúinn hópur ferðafólks. Uppbygging aðstöðu fyrir rannsóknir, með því að koma upp þremur skálum á Grímsfjalli, 1957, 1987 og 1994, hefur farið fram í ferðunum og verulegur hluti rannsóknaborana í jökulinn einnig.
Þegar vorferðir hófust, með samstarfi Jóns Eyþórssonar og Sigurðar Þórarinssonar við hópa fjalla- og ferðamanna, voru aðstæður frumstæðar og ferðir oft erfiðar. Hafst var við í tjöldum og siglingatækni á borð við þá sem nú er til (GPS) var ekki komin til sögunnar. Fram á 8. áratug 20. aldar voru þátttakendur yfirleitt 10-12 talsins. Þegar kom fram á 9. áratuginn jókst þátttaka í ferðunum með aukinni aðstöðu á Grímsfjalli og víðar. Einnig skipti myndarlegur stuðningur Landsvirkjunar miklu máli en fyrirtækið lagði til öflugan snjóbíl með bílstjóra í áratugi. Landsvirkjun styður félagið ennþá og sama gildir um Vegagerðina, en báðir aðilar eiga hagsmuna að gæta vegna vöktunar á náttúruvá.
Styrkur frá Vinum Vatnajökuls vegna vorferðar 2016
Haustið 2015 styrktu Vinir Vatnajökuls Jöklarannsóknafélagið um kr. 1.300.000,- vegna þátttöku háskólanema og listamanna í vorferð félagsins. Vorferðin var jafnframt styrkt með beinum framlögum frá Landsvirkjun og Vegagerðinni.
Þrír framhaldsnemar í MS-námi, einn doktorsnemi og ein listakona nutu góðs af styrkveitingu Vina Vatnajökuls vegna vorferðar félagins í júní 2016. Markmiðið með styrkveitingu er að:
- Auka þekkingu almennings og vísindamanna á náttúru og sögu þjóðgarðsins. Þetta markmið næst með birtingu niðurstaðna úr rannsóknarverkefnum og frásögnum blaða- og fréttamanna sem taka þátt.
- Auka samspil útivistar, menningar og Vatnajökulsþjóðgarðsins. Að þessu markmiði stuðlar samvinna vísinda- og áhugamanna í ferðunum auk þátttöku listamanna.
- Að stuðla að auknum skilningi umheimsins á mikilvægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu.
Daniel Ben-Yehoshua, MS-nemi við jarðfræði við HÍ
For me it is the first time to join the Vatnajökull Spring trip. Currently I am a masters student in geology here at Hí and writing up my master thesis about surging glacier landforms in Svalbard. In the last few years I had the chance to be a field assistant on a few glacier surveys in Iceland and elsewhere and always enjoyed it and learned a lot. So on this trip I will be a field assistant and do my best to help out where I can and hope to learn more techniques and methods of data aquisition. My work is not directly related to the Vatnajökull Spring trip but definitely falls in the range of my topic since Vatnajökull has numerous surging outlet glaciers and the mass balance of the accumulation areas is an important measure. Of course the unique location and the team are another big motivation to join the excursion.
Gísli Bjarki Guðmundsson, MS-nemi í Lundi
Ég vil þakka fyrir styrkinn sem Vinir Vatnajökuls veita okkur framhaldsnemum í Vorferð Jörfí 2016. Þessi styrkur hjálpar okkur að sinna störfum og námi áhyggjulaust, yfir kostnaði ferðarinnar. Ég er með Bs. próf í Landfræði og hef haft gaman af að starfa við útivist og rannsóknir á náttúrunni. Ég hef farið áður með í vorferð félagsins og fékk ég reynslu sem fékk sem Bs. nemi sem var vonum framar. Nú hef ég tekið hlé á Ms. námi frá Lundi og langar að samræma íslenskar rannsóknir við jarðfræði/jöklafræði og Geomatics sem ég hóf nám í við háskólann í Lundi. Rannsóknaraðferðir við ákomumælingar, vinnu við gps mælingar og skipulagning leiðangra er meðal annars hlutir sem mig langar að fræðast frekar um í þessari ferð. Þessi ferð er ómetanleg reynsla fyrir hvaða framhaldsnema sem er og eykur áhuga á rannsóknarefnum á Íslandi.
Tinna Jónsdóttir, MS í jarðfræði frá HÍ
Þátttaka í vorferðinni á Vatnajökull gerir mér kleift að afla sýna til að fylgja eftir rannsókn sem spratt upp af mastersverkefni mínu og tengist öðru verkefni sem Dr. Bergrún Arna Óladóttir kemur að. Þessi rannsókn er veigamikil og mikilvægur liður við mat á stærð og varðveislu eldri gjóskulaga. Varðveisla og mat á heildarkornarstærðardreifingu eldri gjóskulaga er gríðarlega mikilvæg breyta þegar verið er að auka nákvæmni nútíma gjóskudreifingarlíkana við eldsumbrot á rauntíma. Ekki aðeins er ferðin mér mikilvæg til að afla sýna heldur er þáttakan í undirbúningi, vinnu og skipulagningu sem fram fer í tengslum við svona ferð mér ómetanleg og veitir mér mikilvæga reynslu sem ég mun geta nýtt mér á svo marga vegu í námi mínu næsta vetur í stjórnun við Háskólann í Lundi.
Tom Hudson, Ph.D. nemi við Cambridge University
The grant will aid my participation in the spring expedition by allowing me to come and deploy two seismometers on the glacier near the Bardarbunga volcano, close to the ongoing seismic activity in that area. These seismometers will be crucial in constraining the depth of earthquakes, useful in understanding how molten rock feeds into the volcano and whether it might be likely to erupt. These seismometers will be used in conjunction with a larger array of instruments deployed on and around the edge of Vatnajökull. Data from these instruments will aid my current work but may also contribute to my other research interest, icequakes. Icequakes are earthquakes in the ice or at the ice-bed interface and are an important tool that can be used to investigate glacier dynamics. My work analysing icequakes using seismic data is therefore particularly relevant to Vinir Vatnajökuls since understanding the glacier dynamics of Vatnajökull will help us in predicting the glacier’s future.
Katerina Mistal, myndlistarkona, Svíþjóð
I work with video installations, because I like the movement which the film is based on. I often work a lot with several films simultaneously, so that it can show the same events at the same time, from different perspectives. The possibility to participate in the spring trip to Vatnajökull, with the generous support of Vinir Vatnajökuls,, can even give me an insight into field work at different measuring stations. By studying the work on glaciers, I learn a lot about my own work, about the methods that I apply to my own practice. I am looking forward to join the annual expedition, as well as being part of a group with people who by profession and interest share a devotion to the glaciers.
Vorferð Jöklarannsóknafélagsins í júní 2016 var styrkt með beinum framlögum: