Afkomumælingar á Mýrdalsjökli
Nálgast nú hin árlega ferð unglingadeildarinnar á Mýrdalsjökul. Í fyrra fór vaskur hópur á vegum deildarinnar og boraði af mikilli list allt niður á 12 metra dýpi. Að þessu sinni er stefnan sett á dagsferð aðra helgina í maí. Ferðin er kjörinn vettvangur til að kynnast starfsemi JÖRFÍ og nýir félagar og verðandi því boðnir sérstaklega velkomnir. Veður verður engu síðra en rjóminn í fyrra: Skráning hjá Hálfdáni – halfdana (hjá) gmail.com / 865-9551.