66°N styrkir JÖRFÍ
Á morgun, föstudag 26. nóvember, munu 25% af veltu í vefverslun 66°Norður renna til Jöklarannsóknafélagsins. Styrkurinn verður notaður til að mæta kostnaði við ferðir til afkomumælinga á Eyjafjallajökli og Tindfjallajökli, en afkoma hefur ekki verið mæld á þessum jöklum hingað til.
Stefnt er á að félagið standi fyrir ferð/ferðum til að koma þessu í framkvæmd næsta vor og sumar. Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.66north.com/is