Nýtt fréttabréf JÖRFÍ

Í nýju fréttabréfi JÖRFÍ eru m.a. pistlar um sporðamælingar félagsins síðastliðið haust og afkomumælingaferð sem farin var á dögunum á Mýrdalsjökul. Sagt er stuttlega frá aðalfundi félagsins og fyrirhugaðri sumarferð í Jökulheima um Verslunarmannahelgina. Fréttabréfið er aðgengilegt hér á vef félagsins.