Aðalfundur JÖRFÍ og nýtt fréttabréf
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20:00. Fundurinn mun fara fram með rafrænum hætti vegna Covid 19 og samkomutakmarkana.
Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.
Hlekkur með aðgangi á rafrænan aðalfund verður sendur á félaga tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Hafi rafræn aðalfundarboð ekki þegar borist í tölvuskeyti þann 11. febrúar þá þarf að athuga hvort rétt netfang sé skráð í félagatali JÖRFÍ. Félagar án netfangs, sem fá fréttabréf jafnan í bréfpósti, geta upplýst okkur um netfang sem við munum senda hlekkinn á rafræna fundinn á. Frekari leiðbeiningar eru í nýju fréttabréf.