Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 70 ára
JÖRFÍ á sér jafnaldra þar sem er Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Sveitin var stofnuð í nóvember 1950, í kjölfar Geysisslyssins. JÖRFÍ og FBS hafa löngum átt samleið og úr röðum sveitarinnar hafa komið margir þeirra sem unnið hafa mikið starf fyrir JÖRFÍ. Félagið óskar Flugbjörgunarsveitinni til hamingju með tímamótin.
Í tilefni af afmæli FBS varð til bókin Björgunarsveitin mín eftir Arngrím Hermannsson, þar sem eru teknar saman margar sögur af starfi og verkefnum sveitarinnar. Bókina má kaupa í bókabúðum en hún er einnig til sölu úti í Flugbjörgunarsveit og verður það til áramóta. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til Flugbjörgunarsveitarinnar.Sjá nánar um bókina hér: https://www.forlagid.is/vara/bjoergunarsveitin-min/
Stjórn JÖRFÍ