Vorfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ
Vegna Covid-19 og takmarkana á samkomum þá heldur Jöklarannsóknafélag Íslands ekki hefðbundinn vorfund. Þess í stað verður fræðsluerindi Joaquín Muñoz-Cobo um jöklabreytingar 1945 – 2017 streymt á netinu. Streymið hefst kl. 20 þriðjudagskvöldið 5. maí 2020, og verður erindið aðgengilegt um tíma eftir að beinu streymi lýkur. Leiðbeiningar um hvernig tengjast á streyminu verða birtar hér á vefsíðunni þegar nær dregur.
Nánar um efni vorfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.