Aðalfundur og nýtt fréttabréf JÖRFÍ
Aðalfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00.
Að loknum aðalfundarstörfum þá mun Halldór Ólafsson segja í máli og myndum frá upphafsárum félagsins, Jóni Eyþórssyni stofnanda þess og því fólki sem með honum starfaði.
Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.