Upplýsingar um árshátíðina
Nú eru einungis 4 dagar í partý ársins!
Árshátíðin verður haldin á laugardaginn 16. nóvember og er mæting í fordrykk kl. 18 í Öskju, húsi Háskóla Íslands. Þaðan verður svo rúta sem mun keyra okkur að veislusalnum þar sem dýrindis kvöldverður verður á boðstólnum ásamt mikilli gleði og söng.
Það verður enginn bar í veislunni, kjörið tækifæri til að taka með sína uppáhalds drykki til að súpa á allt kvöldið.
Miðasalan er enn í fullum gangi og hægt er að kaupa miða á 6500 kr. hjá Baldri (s. 773-4045), Dísu (s. 525-5862) og Garðari (s. 893-0785).