Dagskrá GJÖRFÍ fram að áramótum
Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast í göngu að hitta hópinn þar). Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá Þóru í síma 866-3370.
| Dags. | Áfangastaður | Brottför |
| 19. sept. | Mosfell | Mosfellskirkja |
| 3. okt. | Úlfarsfell | Úlfarsárdalur |
| 17.okt. | Fossvogsdalur | Borgarspítali (austanmegin) |
| 31. okt. | Korpúlfsstaðir | Korpúlfsstaðir (vestanmegin) |
| 14. nóv. | Laugardalur | Áskirkja |
| 28. nóv. | Nauthólsvík | Nauthóll |
| 12. des. | Vatnsmýri | Norræna húsið |
| 2. jan. | Seltjarnarnes | Grótta |

