Vorferð 2019
Sunnudaginn 9. júní lauk vorferð JÖRFÍ á Vatnajökul, þeirri 67. í röðinni, en fyrsta ferðin var farin 1953. Ferðin gekk mjög vel og okkur tókst að leysa af hendi öll verkefni sem áætlað var að vinna. Ferðin skiptist í fyrri og seinni hóp. Fyrri hópurinn var á ferðinni 29. maí – 4. júní, en sá seinni 4.-9. júní. Farið var um Skálafellsjökul en ekki Tungnaárjökul eins og venja er. Ástæðan er sú að Tungnaárjökull hefur hopað svo mikið að framan á síðustu árum að framan við hann er nú komin samfelld slétta með aurbleytu sem er ófær flestum farartækjum. Óvíst er hvernig verður á næstu árum, en vonandi finnst leið svo hægt sé að halda áfram ferðum um Jökulheima, enda er sú leið helmingi styttri frá Reykjavík en leiðin um Skálafellsjökul.
Klikkið á „read more“ til að lesa meira og sjá myndir.