Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra færi og eru í vetur að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í skammdeginu verður gengið eftir upplýstum göngustígum, ennisljós geta þó komið að gagni. Gönguferðirnar taka ca 1 1/2 – 2 klst. Oft er farið á veitingastað að lokinni göngu, (upplagt fyrir þá sem ekki komast í göngu að hitta hópinn þar). Í forsvari fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir, en frekari upplýsingar má nálgast hjá Þóru í síma 866-3370.
Dagskráin fram á sumar er hér að neðan.
| Dags. |
Áfangastaður |
Brottför |
| 14. feb. |
Kópavogsdalur |
Digraneskirkja |
| 28. feb. |
Fossvogsdalur |
Borgarspítali (að austanv.) |
| 14. mars |
Grafarvogur |
Korpúlfsstaðir |
| 28. mars |
Nauthólsvík |
Nauthóll |
| 11. apríl |
Vatnsmýrin |
Norræna húsið |
| 25. apríl |
Guðmundarlundur |
Guðmundarlundur |
| 9. maí |
Hvaleyrarvatn |
N1 Hafnarfirði |
| 23. maí |
Kringum Helgafell |
N1 Hafnarfirði |
| 6. júní |
Búrfellsgjá |
Heiðmörk |
| 20. júní |
Heiðmörk |
Vífilsstaðahlíð |
| Sumarfrí |
|
|
| 15. ágúst |
Tröllafoss |
Orkan Ártúnsbrekku |
| 29. ágúst |
Guðmundarlundur |
Guðmundarlundur |