Haustfundur 6. nóvember
Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.
Á fundinum munu Halldór Geirsson og Kristín Jónsdóttir fjalla um Öræfajökul og ókyrrðina sem í honum hefur verið undanfarið ár. Eftir kaffihlé mun Katla Sigríður Magnúsdóttir vera með myndasýningu frá vorferð JÖRFÍ í júní 2018, m.a. frá Öræfajökli og Bárðarbungu.
Skemmtinefnd JÖRFÍ minnir á árshátíð Jöklarannsóknafélagsins sem haldin verður laugardaginn 17. nóvember!
Nánar um efni haustfundarins og árshátíðina í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.