Dagskrá GJÖRFÍ í vetur

Gönguferðir GJÖRFÍ, gönguhóps Jöklarannsóknafélagsins, eru á allra
færi og eru að jafnaði farnar annan hvern fimmtudag kl. 17:30. Í forsvari
fyrir hópnum eru Ástvaldur Guðmundsson og Þóra Karlsdóttir.

Dagskrá vetrarins, til febrúar 2018 er hér að neðan. Skammdegis-
göngurnar verða aðallega á upplýstum göngustígum, en þó gott að hafa
ennisljós og hálku-/mannbrodda með í för.

Dags. Áfangastaður Brottför
2. nóv. Fossvogsdalur Borgarspítali að austan
16. nóv. Vatnsmýri og tjörnin Norræna húsið
30. nóv. Laugarnes Íslandsbanki Kirkjusandi
14. des. Álafosskvosin Shell Select
4. jan. Laugardalur Áskirkja
18. jan. Kópavogsdalur Digraneskirkja
1. feb. Nauthólsvík Nauthóll
15. feb. Korpúlfsstaðir Korpúlfsstaðir

Haustfundur og nýtt fréttabréf

Haustfundur Jöklarannsóknafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn
31. október kl. 20 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Á fundinum flytur Eyjólfur Magnússon erindi um íssjármælingar og
Eystri Skaftárketilinn. Eftir kaffihlé mun Eiríkur Finnur Sigurgeirsson
sýna myndir úr nýlegri reiðhjólaferð yfir Vatnajökul sem hann og
Guðbjörn Margeirsson fóru í byrjun maí þessa árs.

Nánar um efni aðalfundarins í nýju fréttabréfi JÖRFÍ.

Árshátíð 11. nóvember

JORFIarshatid2017